Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júní 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 7. umferðar í Pepsi-kvenna - Hægt að lofa mörkum
Harpa og Elín Meta eru saman frammi í liði umferðarinnar.
Harpa og Elín Meta eru saman frammi í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lillý Rut var maður leiksins þegar Þór/KA sigraði Breiðablik.
Lillý Rut var maður leiksins þegar Þór/KA sigraði Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viviane stóð sig vel í marki Grindavíkur.
Viviane stóð sig vel í marki Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mjög erfitt að velja lið umferðarinnar í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Margir leikmenn gerðu tilkall í liðið en hér að neðan má sjá hvaða leikmenn hlutu náð fyrir augum dómnefndar Fótbolta.net.

Elísabet Ósk úr Grindavík, Thelma Björk úr Val, Telma Hjaltalín og Lára Kristín Pedersen úr Stjörnunni, Ariana Calderon úr Þór/KA og fleiri leikmenn rétt misstu af sæti í liðinu. Eins og áður segir var þetta strembið verkefni.

Það er hægt að lofa því að þetta lið mun skora mörk. Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður deildarinnar er frammi með Hörpu Þorsteinsdóttir. Báðar skoruðu þær tvö mörk í þessari umferð og eru í íslenska landsliðinu. Fyrir aftan þær er önnur landsliðskona, Sandra María Jessen úr Þór/KA.

Þess má geta að Elín Metta hefur verið í liði umferðarinnar fimm sinnum af sjö mögulegum skiptum. Það er magnað og sýnir hversu öflugt sumar hún er að eiga.

Sandra María fór fyrir liði Þórs/KA sem sigraði Breiðablik 2-0 í toppslag. Lillý Rut Hlynsdóttir var maður leiksins þar og Hulda Björg Hannesdóttir stóð sig vel í hægri bakverðinum og hélt Öglu Maríu Albertsdóttur niðri.

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA er þjálfari umferðarinnar eftir sigurinn á Breiðablik. Þetta er í annað sinn sem Donni hlýtur þessa viðurkenningu.

Valur vann 4-2 sigur á FH á erfiðum útivelli. Ásamt Elínu Mettu komast Málfríður Erna Sigurðardóttir og hin bráðefnilega Hlín Eiríksdóttir í lið umferðarinnar. Úr 4-2 sigri Stjörnunnar á KR kemst Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í lið umferðarinnar ásamt Hörpu Þorsteinsdóttur.

Þá vann Selfoss 3-0 sigur á HK/Víkingi í nýliðslag. Magdalena Anna Reimus og Karitas Tómasdóttir stóðu sig vel þar.

Grindavík gerði 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum. Þar var markvörðurinn Viviane Holzel Domingues maður leiksins.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner