Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. júlí 2018 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Þróttur gerði sér lítið fyrir og skellti ÍA
Viktor fór á kostum í kvöld.
Viktor fór á kostum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 4 - 1 ÍA
1-0 Viktor Jónsson ('17 )
2-0 Daði Bergsson ('23 )
2-1 Stefán Teitur Þórðarson ('39 )
3-1 Viktor Jónsson ('49 )
4-1 Viktor Jónsson ('86 )
Lestu nánar um leikinn

Óvænt úrslit áttu sér stað í Inkasso-deild karla í kvöld en einn leikur var á dagskrá. Þróttur fékk ÍA í heimsókn í Laugardalinn.

Þróttur sem hafði ekki unnið einn einasta heimaleik í Inkasso-deildinni í sumar gerði sér lítið fyrir og skellti því liði sem hefur litið hvað best út í deildinni í sumar, ÍA.

Viktor Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu og nokkrum mínútum síðar bætti Daði Bergsson við öðru marki fyrir heimamenn. Stefán Teitur Þórðarson minnkaði muninn fyrir leikhlé, staðan 2-1 þegar dómarinn flautaði í flautu sína.

Þróttarar byrjuðu seinni hálfleikinn og skoraði Viktor Jónsson sitt annað mark í upphafi hans.

Gleðin var mikil hjá Þrótturum og varð hún enn meiri á 86. mínútu þegar Viktor Jónsson fullkomnaði þrennu sína. Þvílíkur leikur hjá honum og liðsfélögum hans. Viktor er núna kominn með átta mörk í 10 leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.

Lokatölur í Laugardalnum 4-1 fyrir Þrótt. Frábær úrslit fyrir þá og fyrsti heimasigurinn staðreynd.

Hvað þýða þessi úrslit?
ÍA er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir HK. Þróttur er með 16 stig í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner