Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. september 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Pogba vill yfirgefa Manchester United
Paul Pogba á förum?
Paul Pogba á förum?
Mynd: Getty Images
Ensku miðlarnir halda því fram að Paul Pogba, leikmaður Manchester United á Englandi, vilji yfirgefa félagið er næsti félagaskiptagluggi opnar.

Pogba var ekki með United gegn Derby County í gær og þá tilkynnti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, eftir leik að Pogba yrði ekki varafyrirliði liðsins áfram.

Miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna Pogba og frammistöðu hans með liðinu og nú telja slúðurblöðin að franski leikmaðurinn sé búinn að fá nóg.

Blöðin eru á því að Mourinho hafi ákveðið að svipta Pogba varafyrirliðahlutverkinu þar sem leikmaðurinn vill yfirgefa félagið.

Pogba hefur verið með fyrirliðabandið í þremur leikjum á leiktíðinni og ljóst að hann fær ekki fleiri tækifæri. Viðhorf hans hefur verið slæmt frá því fyrr í sumar og er Mourinho ósáttur við ummæli Pogba eftir leikinn gegn Wolves þar sem hann gagnrýndi leikaðferð liðsins.

Mourinho átti þá að hafa hundskammað Pogba í búningsklefa félagsins eftir Wolves-leikinn en Pogba tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarksins frá Joao Moutinho.

Leikmaðurinn náði samningum við Barcelona í sumar en það varð þó ekkert af þeim félagaskiptum. Ákvörðun Mourinho ýtir enn frekar undir það að framtíð Pogba er ekki hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner