Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. október 2018 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Spánar og Englands í Þjóðadeildinni
Joe Gomez kemur inn í byrjunarlið Englands.
Joe Gomez kemur inn í byrjunarlið Englands.
Mynd: Getty Images
Aspas byrjar hjá Spánverjum.
Aspas byrjar hjá Spánverjum.
Mynd: Getty Images
Á sama tíma og leikur Íslands og Sviss fer fram, þá er stórleikur á Spáni í Þjóðadeildinni. Englendingar heimsækir Spánverja.

Fyrir leikinn hefur Spánn unnið báða leiki sína en England gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta eina tap Englands kom gegn Spáni á Wembley, sá leikur endaði 2-1. England gerði á föstudaginn steindautt markalaust jafntelfi við Króatíu en Spánn vann Króatíu 6-0 í síðasta mánuði.

Hjá Englandi, frá leiknum gegn Króatíu, koma Kieran Trippier, Joe Gomez og Harry Winks inn í liðið. Kyle Walker, John Stones og Jordan Henderson detta út úr liðinu.

Hjá Spáni eru Jonny og Marcos Alonso bakverðir, Saul, Sergio Busquets og Thiago eru á miðjunni og fremstir eru Iago Aspas, Rodrigo og Marco Asensio.

Á varamannabekknum hjá Spáni eru leikmenn eins og Azpilicueta, Koke, Paco Alcacer og Alvaro Morata.

Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Spánn: De Gea, Jonny, Ramos, Nacho, Marcos Alonso, Thiago, Busquets, Saul, Aspas, Asensio, Rodrigo.

England: Pickford, Trippier, Maguire, Gomez, Chilwell, Dier, Winks, Barkley, Sterling, Rashford, Kane.

Allir leikir kvöldsins í Þjóðadeildinni:
A-deild
18:45 Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur - Stöð 2 Sport)
18:45 Spánn - England (Stöð 2 Sport 2)

B-deild
18:45 Bosnía - Norður-Írland

C-deild
18:45 Eistland - Ungverjaland
18:45 Finnland - Grikkland

D-deild
18:45 Hvíta-Rússland - Moldavía
18:45 Lúxemborg - San Marínó
Athugasemdir
banner