Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. október 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Atli Arnarson riftir samningi sínum við ÍBV
Atli Arnarson lék 19 leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Atli Arnarson lék 19 leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðjumaðurinn Atli Arnarson er búinn að rifta samningi sínum við ÍBV en hann hefur spilað fyrir félagið síðustu tvö tímabil.

Á liðnu sumri lék hann 19 leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni en liðið hafnaði í sjötta sætinu.

Hann varð bikarmeistari með ÍBV í fyrra og var í byrjunarliðinu þegar liðið vann 1-0 sigur gegn FH í úrslitaleiknum.

En af hverju er hann að rifta samningi sínum?

„Ástæðan er að veturinn er aðeins öðruvísi þarna, hópurinn er tvískiptur og ég er búinn að vera lengi í þannig umhverfi eftir að hafa spilað með Stólunum og búið í bænum. Þannig mig er farið að langa til að æfa með sama liðinu allt árið," sagði Atli, sem er 25 ára, við Fótbolta.net.

„Framhaldið er óljóst en manni langar að komast í eitthvað metnaðarfullt umhverfi og góðar aðstæður."

Þjálfaraskipti urðu í Vestmannaeyjum eftir að tímabilinu lauk. Kristján Guðmundsson lét af störfum og Pedro Hipolito tók við.

Sjá einnig:
Halldór Páll fær samningi sínum hjá ÍBV rift
Athugasemdir
banner
banner