Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. október 2018 18:14
Elvar Geir Magnússon
Binni Hlö tilnefndur sem leikmaður ársins í Færeyjum
Brynjar Hlöðversson í leik með HB.
Brynjar Hlöðversson í leik með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðhyltingurinn Brynjar Hlöðversson er einn þriggja leikmanna sem koma til greina sem leikmaður ársins í færeysku deildinni.

Brynjar, sem er 29 ára, var lykilmaður hjá HB sem vann færeyska meistaratitilinn á nýju stigameti í ár.

Auk Brynjars er liðsfélagi hans, Adrian Justinussen, tilnefndur og Odmar Færö hjá B36.

Brynjar er einnig tilnefndur sem miðjumaður ársins.

Á föstudagskvöld verður lokahóf deildarinnar.

HB hefur framlengt samninga við nánast alla leikmenn sína en Brynjar á enn eftir að skrifa undir. Viðræður standa yfir.

„Við ákváðum að semja við hann, ég held að hvorki ég né klúbburinn sjáum eftir því. Hann er feykilega mikilvægur þessu HB liði, bæði innan vallar sem utan. Hann er mikill liðsheildarmaður, baráttumaður og er góður að verja vörnina," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari HB, um Brynjar í viðtali við færeyska ríkissjónvarpið.

Þess má geta að færeyska þjálfarafélagið valdi Heimi sem þjálfara ársins.
Athugasemdir
banner
banner