Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jafntefli hjá U21 gegn Kína í mikilli stemningu
Felix Örn jafnaði metin fyrir Ísland.
Felix Örn jafnaði metin fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KSÍ
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði jafntefli gegn Kína á æfingamóti sem fram fer í Kína í dag. Leikurinn fór fram í Chongqing.

Kína byrjaði betur og náði forystunni eftir 18. mínútu með marki sem kom eftir hornspyrnu.

Kína leiddi sanngjarnt í hálfleik. Fyrir síðari hálfleikinn gerði Ísland sex breytingar og einn af þeim varamönnum sem kom inn á, Vestmannaeyingurinn Felix Örn Friðriksson jafnaði. Hann skoraði á 60. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í stönginni á leiðinni í markið.

Íslendingar voru sterkari í síðari hálfleik en náðu ekki að taka sigurinn. Lokatölur urðu 1-1.

Þetta var annar leikur Íslands á mótinu. Liðið tapaði sínum fyrsta leik gegn Mexíkó. Næsti leikur er gegn Tælandi á mánudag.

Þar var mikil stemning á vellinum í dag eins og sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:
Aron Birkir Stefánsson (m)
Aron Már Brynjarsson
Ari Leifsson
Birkir Valur Jónsson
Ægir Jarl Jónasson
Daníel Hafsteinsson (f)
Kolbeinn Birgir Finsson
Guðmundur Andri Tryggvason
Jónatan Ingi Jónsson
Stefán Teitur Þórðarson





Athugasemdir
banner
banner