Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. nóvember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Arsenal vill selja Elneny
Elneny fagnar marki.
Elneny fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Ensk götublöð greina frá því í dag að Arsenal vilji selja egypska miðjumanninn Mohamed Elneny.

Elneny er með 15 milljóna punda verðmiða og Leicester ku vera að skoða hann.

Hinn 26 ára gamli Elneny hefur ekki verið í myndinni hjá Unai Emery eftir að hann tók við Arsenal í sumar.

Elneny hefur ekki komið neitt við sögu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er líklega á förum í janúar.

Arsenal gæti notað ágóðann af sölu á Elneny til að kaupa miðjumanninn Pablo Fornals frá Villarrreal.
Athugasemdir
banner
banner
banner