Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. nóvember 2018 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Pulisic yngsti fyrirliði bandaríska landsliðsins frá upphafi
Christian Pulisic er yngsti fyrirliði bandaríska landsliðsins frá upphafi
Christian Pulisic er yngsti fyrirliði bandaríska landsliðsins frá upphafi
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, er yngsti fyrirliðinn í sögu bandaríska landsliðsins en hann náði þeim áfanga í kvöld.

Pulisic er aðeins 20 ára gamall en hefur þrátt fyrir það leikið 107 leiki og gert 15 mörk fyrir félagið.

Hann hefur náð þeim áfanga að vera yngsti erlendi leikmaðurinn til að skora í þýsku deildinni.

Bandaríski landsliðsmaðurinn hefur átt gott ár en það varð enn betra er hann var gerður að fyrirliða gegn ítalska landsliðinu í kvöld.

Hann hafði spilað 22 landsleiki og skorað 9 mörk fyrir leikinn í kvöld en hann er yngsti fyrirliði í sögu bandaríska landsliðsins.

Landon Donovan var 22 ára er hann var óvænt gerður að fyrirliða í fjarveru Claudio Reyna árið 2004.

Pulisic hefur verið orðaður við Chelsea og Liverpool síðustu daga en Dortmund hefur útilokað að hann fari frá félaginu á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner