Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 19. janúar 2019 10:19
Arnar Helgi Magnússon
Guardiola kemur Bielsa til varnar
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, þjálfari Leeds, hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur eftir að hann sendi njósnara á æfingasvæði Derby til þess að njósna um liðið fyrir leik gegn Leeds.

Bielsa boðaði síðan til blaðamnnafundar í vikunni þar sem að hann viðurkenndi að hafa njósnað um alla andstæðinga liðsins. Þar fór hann einnig yfir það hvernig þeir vinna úr upplýsingum um andstæðinganna.

Sögusagnir voru um að Bielsa væri að tilkynna það að hann væri að hætta sem stjóri Leeds þegar hann boðaði til fundarins. Svo var ekki.

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, kemur Bielsa til varnar og segir að þetta tíðkist á öllum öðrum stöðum.

„Í öðrum löndum þá gera þetta allir. Þetta er bara menningin," segir Pep.

„Þegar ég var á æfingum með Bayern þá fór fólk upp á fjöllin í kring með myndavélar og voru að horfa á æfingarnar okkar. Það gera þetta allir. Ég ætla reyndar ekki að senda neinn til þess að njósna um Huddersfield."

Pep segir að það sé erfiðara að njósna um liðin á Englandi.

„Það er miklu erfiðara hér. Hérna eru æfingarnar alveg lokaðar og erfitt að komast að. Í öllum öðrum löndum sem að ég hef verið í þá er þetta eðlilegt."

Manchester City mætir stjóralausu liði Huddersfield á morgun klukkan 13:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner