Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. febrúar 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gueye dreymir um að fara til PSG næsta sumar
Mynd: Getty Images
Idrissa Gana Gueye, miðjumaður Everton, dreymir um að ganga til liðs við Paris Saint-Germain næsta sumar eftir að Everton hafnaði 26 milljón punda boði í hann í janúar.

Gueye er 29 ára og vill eiga tækifæri á að vinna Meistaradeildina áður en ferlinum lýkur. Hann á 56 landsleiki að baki fyrir Senegal og býr yfir reynslu úr franska boltanum eftir að hafa gert góða hluti hjá Lille.

„Þetta er draumur sem rættist því miður ekki. Flestir leikmenn vinna í átt að því að ganga til liðs við stærstu félögin og spila í Meistaradeildinni," sagði Gueye við L'Equipe.

„Það er mér mikill heiður að PSG hafi reynt að kaupa mig. Ég er tilbúinn til að taka gæðastökkið og spila með þeim bestu. Ég ætla að leggja enn harðar af mér út tímabilið og vona að PSG reyni aftur við mig í sumar.

„Ég fundaði með stjórnendum félagsins og bað þá um að selja mig til Parísar. Þetta var gullið tækifæri fyrir 29 ára gamlan knattspyrnumann en þeir leyfðu mér ekki að fara."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner