Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. febrúar 2019 20:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Þrír leikir í B-deild
Hrafnkell Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark
Hrafnkell Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru í dag fram í B-deild Lengjubikarsins.

Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti Vogum. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum, en liðin leika í riðli 2.

Adam Örn Sveinbjörnsson skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn þegar skammt var til leiksloka.

Í sama riðli og á sama tíma tók Augnablik á móti Sindra í Fagralundi. Mate Paponja skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina á 56. mínútu en þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum varð Hrafnkell Freyr Ágústsson, leikmaður Augnabliks, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fleiri urðu mörkin ekki og því 0-2 sigur Sindra staðreynd.

Í riðli 3 fór fram einn leikur, nágrannaslagur þegar að Áftanes tók á móti KFG á Bessastaðavelli. Finn Axel Hansen kom gestunum yfir eftir hálftíma leik en Davíð Scheving Thorsteinsson jafnaði leikinn fyrir heimamenn á 72. mínútu. Liðunum tókst ekki að bæta við marki og því jafntefli niðurstaða í þessum fyrsta leik liðanna í riðlinum.

Álftanes 1-1 KFG
0-1 Finn Axel Hansen ('30)
1-1 Davíð Scheving Thorsteinsson ('72)

Augnablik 0-2 Sindri
0-1 Mate Paponja ('56)
0-2 Hrafnkell, sjálfsmark ('80)

Selfoss 1-0 Þróttur V
1-0 Adam Örn Sveinbjörnsson ('87)

Athugasemdir
banner
banner
banner