Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 16. mars 2019 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Watford fyrsta liðið í undanúrslitin
Varamaðurinn Andre Gray gerði sigurmark Watford.
Varamaðurinn Andre Gray gerði sigurmark Watford.
Mynd: Getty Images
Hodgson fer ekki á Wembley.
Hodgson fer ekki á Wembley.
Mynd: Getty Images
Watford 2 - 1 Crystal Palace
1-0 Etienne Capoue ('28 )
1-1 Michy Batshuayi ('62 )
2-1 Andre Gray ('79 )

Watford er fyrsta liðið sem er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninar þetta árið. Watford lagði Crystal Palace að velli í fyrsta leik 8-liða úrslitanna.

Etienne Capoue kom Watford sanngjarnt yfir á 28. mínútu og var staðan 1-0 í leikhléi.

Það er alltaf erfitt fyrir Palace að vera án Wilfried Zaha en hann spilaði ekki í dag vegna meiðsla. Palace tókst þó að jafna á 62. mínútu er Michy Batshuayi kom boltanum í netið. Markið skoraði hann eftir mistök Adrian Mariappa.

Það var allt undir á lokamínútunum; sæti í undanúrslitunum í boði. Það var Watford sem greip gæsina. Varamaðurinn Andre Gray var ekki búinn að vera inn á lengi þegar hann skoraði sigurmark Watford á 79. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir Watford og er draumur Palace úti. Tvö lið til viðbótar munu komast í undanúrslitin í dag og á morgun fer fjórða liðið í undanúrslitin.

Leikir dagsins:
12:15 Watford - Crystal Palace (Stöð 2 Sport)
17:20 Swansea - Man City (Stöð 2 Sport 3)
19:55 Wolves - Man Utd (Stöð 2 Sport 2)

Á morgun
14:00 Milwall - Brighton (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner