Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. apríl 2019 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sarri með óvænt ummæli: „Erfiðara að vinna Deildabikarinn en að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar"
Mynd: Getty Images
Tottenham og Liverpool eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðin hafa slegið út Borussia Dortmund og Manchester City annars vegar og Bayern Munchen og Porto hins vegar. Auk þess fóru liðin í gegnum erfiða riðla áður en í útsláttarkeppnina var haldið.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, vill meina að leið Chelsea í Deildabikarnum á Englandi hafi verið erfiðari.

Chelsea tapaði í úrslitaleik gegn Manchester City í febrúar.

„Enska úrvalsdeildin er mjög erfið," byrjaði Sarri og sneri þessari setningu upp í óvænt ummæli um leið sinna manna að úrslitaleik deildabikarsins.

„Til þess að komast í úrslitaleik Deildabikarsins þurftum við að spila við bæði Liverpool og Tottenham og svo í úrslitum gegn City."

„Það er auðveldara að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar."

„Mér finnst margir gera of mikið úr mikilvægi Meistaradeildarinnar. Auðvitað er mikilvægt að vera í henni. Í útsláttarkeppninni er þetta mikið stöngin inn eða stöngin út. Þú þarft mikla heppni í þeirri keppni.


Chelsea mætir Burnley í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:00 í kvöld. Chelsea er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir þar Eintracht Frankfurt í maí.
Athugasemdir
banner
banner