banner
   sun 19. maí 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crossdale hafnaði nýjum samningi frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Martell Taylor-Crossdale er búinn að hafna nýjasta samningstilboði Chelsea því hann vill spiltíma með aðalliðinu.

Taylor-Crossdale er 19 ára gamall sóknarmaður og mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar.

Hann hefur verið orðaður við Southampton, Aston Villa, Fulham og Bristol City en nú virðist hann vera á leið til Hoffenheim.

Þýskir fjölmiðlar segja að Taylor-Crossdale muni gangast undir læknisskoðun hjá Hoffenheim eftir helgi og ganga til liðs við félagið þegar samningurinn rennur út í sumar.

Crossdale hefur verið hjá Chelsea í ellefu ár en aldrei fengið tækifæri með aðalliðinu. Hann skoraði yfir 20 mörk fyrir U18 lið Chelsea á síðasta tímabili líkt og Dominic Solanke, Tammy Abraham og Iké Ugbo gerðu á undan honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner