Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Óvíst með þátttöku Lasse Petry og Andra í kvöld
Lasse varð fyrir meiðslum í síðasta leik
Lasse varð fyrir meiðslum í síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur 5. umferðar í Pepsi Max-deildinni fer fram í kvöld þegar FH og Valur mætast á Kaplakrikavelli klukkan 19:15.

FH er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig á meðan Valur er með fjögur stig í 9. sæti. Valsmenn geta því jafnað FH-inga að stigum með sigri í kvöld.

Í samtali við Mbl.is segir Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals óvíst með þátttöku Lasse Petry og Andra Adolphsson í leiknum í kvöld. Báðir urðu þeir fyrir meiðslum í leiknum gegn Fylki í síðustu umferð.

„Það kem­ur í ljós síðar í dag. Það eru nokk­ur spurn­inga­merki hjá okk­ur,“ sagði Ólaf­ur í samtali við Mbl.

„Ég tók dag­inn snemma og gekk á Helga­fellið sem ég geri oft og að sjálf­sögðu var ég með hug­ann við leik­inn í kvöld," sagði Ólaf­ur jafnframt í sama viðtali.
Athugasemdir
banner
banner