Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. júlí 2019 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Delph nálgast Everton - Mættur til Sviss
Fabian Delph
Fabian Delph
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Fabian Delph er nálægt því að ganga í raðir Everton en hann er mættur til Sviss þar sem Everton er með æfingabúðir. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Delph er 29 ára gamall og hefur leikið fyrir félög á borð við Aston Villa, Leeds og nú síðast Manchester City.

Hann hefur verið í aukahlutverki hjá City en virðist nú vera á förum eftir fjögurra ára dvöl hjá félaginu þar sem hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar.

Sky Sports greinir frá því að Delph sé við það að skrifa undir hjá Everton en félagið borgar 8 milljónir punda fyrir hann.

Delph er mættur til Sviss þar sem Everton er með æfingabúðir og ætti því að vera stutt í tilkynningu frá félaginu.

Everton er stórhuga í þessum glugga en Diego Costa hjá Atlético Madrid og Moise Kean hjá Juventus hafa verið orðaðir við félagið síðustu daga.
Athugasemdir
banner