Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. júlí 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan skýtur á fréttamann ESPN: Hvar var ég 29 ára?
Zlatan Ibrahimovic skoraði 21 mark í 41 leik með AC Milan þegar hann var 29 ára
Zlatan Ibrahimovic skoraði 21 mark í 41 leik með AC Milan þegar hann var 29 ára
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsmaður frá ESPN fór illa að ráði sínu er hann spurði Zlatan Ibrahimovic, framherja Los Angeles Galaxy, hvort hann væri besti leikmaður MLS-deildarinnar.

Sjónvarpsmaðurinn byrjaði viðtalið á að ræða frammistöðu mexíkóska framherjans Carlos Vela en hann er kominn með 19 mörk og 12 stoðsendingar í deildinni til þessa.

Zlatan er með 13 mörk og 3 stoðsendingar en hann var spurður hvort hann væri í raun besti leikmaður deildarinnar. Zlatan minnti hann á að hann spilaði í Evrópu er hann var 29 ára.

„Ég er langbesti leikmaðurinn. Hvað er hann aftur gamall? 29 ára? Það þýðir að hann er blómaárunum sínum en hvar var ég aftur þegar ég var 29 ára?," sagði Zlatan og brosti.

Zlatan spilaði með AC Milan þegar hann var 29 ára, skoraði 21 mark það tímabil og varð ítalskur meistari.



Athugasemdir
banner
banner