Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. ágúst 2019 14:15
Magnús Már Einarsson
Öflugir sjálfboðaliðar heiðursgestir í bikarúrslitaleiknum
Björn og Ásta ásamt þjálfurum og fyrirliðum liðanna.
Björn og Ásta ásamt þjálfurum og fyrirliðum liðanna.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björn Ingi Gíslason og Ásta Jónsdóttir verða heiðursgestir þegar Selfoss og KR mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardag en bæði hafa þau verið virk í sjálfboðaliðastarfi félaganna um áraraðir.

Björn og Ásta heilsa upp á leikmenn liðanna fyrir leik og gætu einnig komið að bikaraafhendingunni í leikslok.

Björn Ingi er heiðursfélagi í knattspyrnudeild Selfoss. Hann á að baki glæsilegan feril fyrir knattspyrnudeild Selfoss. Hvort sem það er sem leikmaður, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, foreldri og nú seinast sem afi á hliðarlínunni, þá er hann ávallt mættur að hvetja lið Selfoss áfram.

Björn tók við formennsku hjá knattspyrnudeild Selfoss árið 1966 og sat í 16 ár í stjórn hennar, þar af í 13 ár sem formaður. Björn og fjölskylda hans hafa unnið ómetanlegt starf á öllum sviðum fyrir knattspyrnudeild Selfoss í gegnum tíðina.

Ásta Jónsdóttir hefur verið viðloðandi KR í yfir 40 ár. Hún sá um tíma um búningaþvott KR og þvoði búninga margra flokka í einu. Hún tók við starfi liðstjóra yngri flokka kvenna í knattspyrnu árið 1989 og meistaraflokks kvenna 1991 og sinnti því starfi með miklum sóma í mörg ár. Hún ásamt fjölskyldu sinni tóku þátt í öllum þeim fjáröflunum sem þau komust yfir fyrir félagið. Það sjálfboðastarf sem Ásta hefur unnið fyrir félagið er ómetanlegt og án slíkra stuðningsmanna væri erfitt að halda út íþróttastarfsemi í félögum sem treysta á aðstoð sjálfboðaliða.

Það er varla leikur, bæði hjá fótboltanum og öðrum deildum innan KR þar sem ekki má sjá hana og fleiri úr fjölskyldu hennar að styðja sitt fólk. KR er mjög stolt og afar þákklát fyrir það starf sem Ásta hefur sinnt af mikilli alúð fyrir KR.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner