Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 09. september 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu þjálfara Kosóvó tjá sig um hápressu af innlifun
Mynd: Getty Images
Svissneski þjálfarinn Bernard Challandes hefur verið að gera góða hluti við stjórnvölinn hjá landsliði Kosóvó.

Hann tók við Kosóvó í mars í fyrra og hefur ekki enn tapað leik. Undir hans stjórn hefur Kosóvó unnið níu leiki og gert fimm jafntefli. Sex sigrar komu í keppnisleikjum.

Challandes þykir einstakur karakter og hefur myndband af honum vakið mikla athygli. Í myndbandinu útskýrir hann hugarfarið sem hann vill að leikmenn sínir séu með og gerir það á afar líflegan hátt.

Það er gríðarlegur gæðamunur á landsliði Englands og Kosóvó en Challandes telur nöfn leikmanna ekki skipta máli svo lengi sem hugarfarið sé rétt.

„Þetta er taktísk pressa. Þegar leikurinn verður brjálaður þá er hún ekki taktísk. Kannski er leikmaður ekki í réttu hlaupi, en þetta er í hausnum, hann vill vinna boltann," sagði Challandes.

„Pressa er ekki aðeins varnaraðgerð, heldur einnig undirbúningur til að skora í mark andstæðinganna."

Kosóvó lagði Tékkland að velli í síðustu umferð undankeppni EM og sigraði þar áður á útivelli gegn Búlgaríu. Liðið er í öðru sæti A-riðils, með átta stig eftir fjórar umferðir, einu stigi eftir toppliði Englands. Toppliðin mætast á St. Mary's leikvangi Southampton annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner