þri 10. september 2019 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Dómarinn á leik Albaníu og Íslands kemur frá Slóvakíu
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Ivan Kruzliak.
Ivan Kruzliak.
Mynd: Getty Images
Ísland og Albanía eigast í kvöld við í undankeppni EM 2020 í Elbasan í Albaníu.

Fyrir leikinn er Ísland með 12 stig eftir fimm leiki og Albanía með sex stig. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir íslenska liðið, mikilvægt að taka þrjú stig.

Dómarateymið í kvöld kemur frá Slóvakíu og heitir aðaldómarinn Ivan Kružliak.

Hann er 35 ára gamall og hefur hann meðal annars dæmt leiki í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á undanförnum árum.

Hann gaf Sokratis, varnarmanni Arsenal, rautt spjald í 3-1 tapi Arsenal gegn Rennes í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fyrra. Þá dæmdi hann einnig leikinn þegar Tottenham vann 2-1 gegn PSV í Meistaradeildinni í fyrra. Harry Kane skoraði þar á 78. mínútu og 89. mínútu til að færa Tottenham sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner