Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. september 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 21. umferð: Fjögur ár í röð í liði ársins
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar Árni Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson tók forystuna í baráttunni um markakóngstitilinn í Pepsi Max-deildinni með tveimur mörkum í 4-1 sigri Stjörnunnar gegn Fylki í gær.

Hilmar Árni er leikmaður 21. umferðar í Pepsi Max-deildinni hjá Fótbolta.net.

„Þetta var góður leikur. Mikið fram og til baka. Þetta var skemmtilegur leikur. Ánægður að hafa klárað þetta og núna er það bara næsti leikur," sagði Hilmar Árni í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Hilmar Árni er marki á undan Gary Martin (ÍBV) og Thomas Mikkelsen (Breiðablik) í baráttunni um markakóngstitilinn. Hann vildi lítið ræða þá baráttu í viðtalinu eftir leik í gær.

„Það er bara eitt sem við allir erum að hugsa um og það er Evrópa. Við ætlum að klára næsta leik og svo bara sjáum við hvað setur. Það er það eina sem skiptir máli fyrir okkur," sagði Hilmar Árni eftir leik í gær.

Fjórða árið í röð í liði ársins
Hilmar er að ljúka sínu fjórða tímabili með Stjörnunni en hann hefur raðað inn mörkum með liðinu undanfarin ár og skilað mikið af stoðsendingum.

Fótbolti.net opinberaði í gærkvöldi úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar og Hilmar Árni er þar í liðinu fjórða árið í röð.

Í fyrra skoraði Hilmar sextán mörk í Pepsi Max-deildinni og árið 2017 voru mörkin tíu. Hann hefur því farið í tveggja stafa tölu í markaskorun þrjú ár í röð.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 20. umferð: Finnur Tómas Pálmason (KR))
Bestur í 19. umferð: Morten Beck (FH)
Bestur í 18. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 17. umferð: Brandur Olsen (FH)
Bestur í 16. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 15. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Hilmar Árni: Bara eitt sem við erum að hugsa um
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner