banner
   lau 12. október 2019 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkar enduðu sex ára taplausa hrinu - Margir glæstir sigrar
Icelandair
Fagnað eftir sigur á Hollendingum árið 2015.
Fagnað eftir sigur á Hollendingum árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vel gengið á Laugardalsvelli.
Vel gengið á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað með stuðningsmönnum eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í sumar.
Fagnað með stuðningsmönnum eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Föstudaginn sjöunda júní og árið 2013. Það var fyrir gærkvöldið síðasta tap íslenska karlalandsliðsins á heimavelli í undankeppni EM eða HM. Slóvenía sigraði íslenska liðið 2-4.

Tapið setti íslenska liðið á þeim tíma í erfiða stöðu í riðli sínum fyrir HM í Brasilíu. Íslenska liðið sigraði Albaníu og Kýpur í síðustu tveimur heimaleikjum sínum og þeir sigrar auk jafntefla gegn Sviss og Noregi á útivelli tryggði liðinu í umspilið gegn Króatíu. Heimaleikurinn endaði 0-0 gegn Króötum en 2-0 tap ytra þýddi að liðið komst ekki til Brasilíu.

Undankeppnin fyrir EM í Frakklandi
Íslenska liðið byrjaði á þremur sigrum í undankeppninni fyrir EM 2016. Þar af voru tveir frábærir heimasigrar, gegn Tyrklandi, 3-0 og Hollandi 2-0. Liðið tapaði svo úti gegn Tékkum en svaraði með flottum 2-1 sigri á heimavelli.

Íslenska liðið endaði riðilinn á tveimur janfteflum á heimavelli, gegn tveimur slökustu liðum riðilsins. Jafnteflið gegn Kasakstan tryggði liðinu inn á EM 2016 og liðið gerði svo jafntefli við Letta í lokaleiknum.

Leiðin til Rússlands
Finnar komu fyrstir í heimsókn á Laugardalsvöll, haustið 2016. Ótrúlegt sigurmark í uppbótartíma tryggði sigur í fyrsta leik. Þremur dögum síðar sigruðum við Tyrki aftur, nú 2-0.

Króatía mætti í þriðja heimaleiknum og þá tókst íslenska liðinu loksins að sigra feiknasterkt lið þeirra. Hörður Björgvin Magnússon skoraði með öxlinni og tryggði 1-0 sigur. Úkraína voru næstu fórnarlömb og Kósóvó var svo sigrað í lokaleiknum.

Byrjað á þremur heimasigrum fyrir EM2020
Albanir lágu, 1-0, í fyrsta heimaleiknum í keppninni sem hófst í mars. Tyrkir komu aftur í heimsókn í öðrum heimaleiknum og reyndu í þriðja sinn að ná í sigur. Tyrkirnir komust nær en áður en leikurinn endaði 2-1 fyrir íslenska liðinu. Moldóva tapaði svo 3-0 í þriðja leiknum.

Vígið sem Laugardalsvöllur var orðið, loksins sigrað.
Franska liðið kom svo og sigraði íslenska liði í gær. Þrettán sigrar og þrjú jafntefli (ef umspilsleikurinn gegn Króatíu telst með) frá tapinu gegn Slóvenum.

Möguleiki er að hefja aðra sigursæla hrinu þegar Andorra mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner