Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. nóvember 2019 10:40
Magnús Már Einarsson
Stefán Teitur til Álasunds á reynslu
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA, verður á reynslu hjá norska félaginu Álasund á næstunni.

Stefán Teitur er 21 árs gamall en hann er fastamaður í U21 landsliði Íslands þar sem hann hefur spilað tólf leiki.

Eftir að hafa byrjað ferilinn í meistaraflokki ÍA í fremstu víglínu þá var Stefán Teitur fastamaður á miðjunni hjá liðinu í sumar en hann skoraði eitt mark í tuttugu leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Álasund fór upp í norsku úrvalsdeildina á dögunum en Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson Davíð Kristján Ólafsson eru allir á mála hjá félaginu.

Aron Elís er líklega á förum í janúar og Álasund gæti mögulega reynt að fá Stefán Teit í sínar raðir í stað hans.
Athugasemdir
banner
banner