Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 03. desember 2019 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino vill fá starfið hjá Man Utd
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Solskjær er núverandi stjóri Man Utd.
Solskjær er núverandi stjóri Man Utd.
Mynd: Getty Images
Samuel Luckhurst, fjölmiðlamaður hjá staðarblaðinu í Manchester, Manchester Evening News, skrifar um það í dag að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino vilji taka við Manchester United.

Samkvæmt heimildum MEN þá er Pochettino heillaður af þeirri hugmynd að taka við Man Utd.

Hann var sterklega orðaður við United eftir að Jose Mourinho var rekinn í desember á síðasta ári. Ole Gunnar Solskjær tók hins vegar við til bráðabirgða og var í mars ráðinn á þriggja ára samningi eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í 14 leikjum af 19.

Síðan Solskjær skrifaði undir þriggja ára samninginn hefur ekki gengið eins vel og þegar hann var bráðabirgðastjóri. Frá því hann skrifaði undir samninginn í mars hefur United aðeins unnið tíu af 31 leik.

Manchester United, sem mætir Tottenham á morgun, er með 18 stig í ensku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti.

Luckhurst tekur þó það fram að það sé ekki á dagskránni hjá United að reka Solskjær, félagið sé enn á bak við hann.

Pochettino var rekinn frá Tottenham í síðasta mánuði og Mourinho ráðinn í hans stað. Pochettino stýrði Tottenham í rúm fimm ár og náði mjög flottum árangri þar - þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina titla.

Talið er að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hafi sett sérstakt ákvæði í samning Pochettino. Telegraph segir frá því að öll félög sem vilja ráða Pochettino fyrir næsta sumar verði að komast að samkomulagi við Tottenham fyrst.

Pochettino er eftirsóttur. Hann er mikið orðaður við Bayern München, en þar er Hansi Flick við stjórnvölinn til bráðabirgða eftir að Niko Kovac var rekinn. Pochettino hefur þá einnig verið orðaður við Arsenal, helstu erkifjendur Tottenham.

Í grein MEN kemur fram að talið sé að Pochettino sé opinn fyrir þeirri hugmynd að taka við Arsenal.

Sjá einnig:
Ornstein: Arsenal lítur á Pochettino sem möguleika


Athugasemdir
banner
banner
banner