Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 23:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial missir líklega af leiknum gegn Tottenham
Martial er meiddur.
Martial er meiddur.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial mun væntanlega missa af leik Manchester United gegn Tottenham á morgun vegna meiðsla. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Martial var skipt af velli á 82. mínútu í 2-2 jafnteflinu gegn Aston Villa síðasta sunnudag, en samkvæmt heimildum Sky Sports þá er hann að glíma við vöðvameiðsli.

Talið er að Ole Gunnar Solskjær muni beita þriggja miðvarða kerfi þegar Jose Mourinho snýr aftur á Old Trafford sem stjóri Tottenham á morgun.

Í síðasta mánuði spilaði Solskjær svipað kerfi þegar United gerði 3-3 jafntefli við Sheffield United þar sem Victor Lindelöf, Harry Maguire og Phil Jones voru miðverðir.

Norðmaðurinn notaði einnig þrjá miðverði gegn Liverpool í október, í 1-1 jafntefli.

Scott McTominay og Nemanja Matic eru tæpir fyrir leikinn, en Paul Pogba verður ekki með. Hann er enn að jafna sig af meiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner