Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. desember 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Draumur Nagelsmann að stýra Barcelona
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, á sér þann draum að stýra Barcelona einn daginn. Þetta segir í El Mundo Deportivo.

Nagelsmann er aðeins 32 ára gamall en hann tók við Leipzig í sumar eftir þrjú ár við stjórnvölinn hjá Hoffenheim. Hann er talinn meðal færustu ungu þjálfara heimsins.

Hann kom Hoffenheim í Meistaradeildina tvö tímabil í röð og var þá fenginn til Leipzig.

Það eru sífelldar sögusagnir um að Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, sé ekki öruggur í starfi.

„Barcelona er falleg borg og fallegt félag. Ég hef sagt það margoft. En það eru fleiri félög sem eru spennandi," sagði Nagelsmann við ZDF.

Nagelsmann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn til Hoffenheim. Hann varð þar með yngsti stjóri í sögu þýsku Bundesligunnar.
Athugasemdir
banner
banner