Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. desember 2019 15:57
Elvar Geir Magnússon
Rússar geta mögulega keppt á HM en ekki sem Rússland
Frá Moskvu.
Frá Moskvu.
Mynd: Getty Images
Tilkynnt var í morgun að Rússland fái ekki að taka þátt í stórmótum í íþróttum næstu fjögur árin, þar er meðtalin heimsmeistarakeppnin í fótbolta í Katar 2022.

Sjá einnig:
Rússum bannað að taka þátt á HM 2022

Það er þó mögulegt að Rússar gætu tekið þátt í mótinu ef þeir komast í gegnum undankeppnina.

Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin Wada hefur dæmt Rússland í bann en samkvæmt úrskurðinum mega rússneski fáninn og þjóðsöngurinn ekki vera á neinum stórmótum. En íþróttamenn sem eru með hreinan skjöld varðandi lyfjamál mega keppa undir hlutlausum fána.

Samkvæmt þessu mætti því lið sem skipað er Rússum keppa á mótinu en ekki undir merkjum Rússlands.

FIFA þarf að taka ákvörðun um hvort þetta yrði leyfilegt en það þarf að vera með samþykki Wada.

Undankeppni HM fer af stað í mars 2021. Þrátt fyrir bannið mega Rússar taka þátt í þeirri keppni, vegna þess að í undankeppninni ræðst ekki hverjir verða heimsmeistarar.

Rússneskir íþróttamenn kepptu á vetrarólympíuleikunum 2018 sem hlutlausir íþróttamenn, ekki undir merkjum Rússlands.

Bannið nær ekki yfir Evrópumótið á næsta ári. Mót á vegum UEFA falla ekki undir skilgreiningu Wada og því verður Rússland með á EM alls staðar. Sem Rússland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner