Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. desember 2019 19:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Sessegnon byrjar sinn fyrsta leik hjá Spurs
Mynd: Getty Images
Ronaldo byrjar hjá Juventus.
Ronaldo byrjar hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 hefjast sex leikir í Meistaradeildinni, riðlar A, B og D eru þá á dagskrá.

Atletico Madrid þarf á sigri að halda á heimavelli gegn Lokomotiv frá Moskvu. Takist liðinu ekki að sigra verður liðið að treysta á að Juventus tapi ekki gegn Leverkusen á útivelli, Juventus er öruggt áfram, Atletico hefur sjö stig og Leverkusen sex.

Bayern og Tottenham eru örugg áfam í sínum riðli og mætast innbyrðis. Bayern getur með sigri farið í gegnum riðilinn án þess að tapa stigi. Hjá Tottenham eru Harry Kane, Serge Aurier og Dele Alli allir hvíldir.

Christian Eriksen byrjar og Lucas Moura er fremstur. Ryan Sessegnon byrjar þá í fyrsta sinn sem leikmaður Tottenham, hann kom inn á í sínum fyrsta leik gegn Everton í nóvember, vinstri bakvörðurinn hefur verið mikið meiddur.

Hjá Bayern Munchen eru Robert Lewandowski og Thomas Muller á bekknum. Serge Gnabry og Kingsley Coman byrja ásamt Ivan Perisic sem fremstu menn.

Þá eru PSG og Real Madrid örugg áfram í sínum riðli og einungis spurning hvort Club Brugge eða Galatasaray fari í Evrópudeildina. Hjá Real eru Karim Benzema, Gareth Bale og Thibaut Courtois allir á bekknum. Hjá PSG er þetta hefðbundið í fremstu víglínu: Kylian Mbappe, Neymar og Mauro Icardi byrja.

Byrjunarlið Atletico gegn Lokomotiv: Oblak, Trippier, Felipe, Hermoso, Lodi, Correa, Koke, Thomas, Saul, Morata, Felix.

Byrjunarlið Juventus gegn Leverkusen: Danilo, Demiral, Rugani, De Sciglio; Cuadrado, Pjanic, Rabiot; Bernardeschi; Higuaín, Ronaldo.




Byrjunarlið Bayern Munchen: Neuer, Pavard, Thiago, Coutinho, Boateng, Davies, Gnabry, Coman, Kimmich.

Byrjunarlið Tottenham: Gazzaniga, Walker-Peters, Foyth, Alderweireld, Rose, Dier, Sissoko, Lo Celso, Eriksen, Sessegnon, Lucas.

(Varamenn: ) Austin, Sanchez, Tanganga, Skipp, Wanyama, Son, Parrott.


Byrjunarlið PSG gegn Galatasaray: Rico - Bernat, Marquinhos, Diallo, Kurzawa - Sarabia, Kouassi, Paredes - Mbappé, Icardi, Neymar

Byrjunarlið Real Madrid gegn Club Brugge: Areola, Militao, Varane, Modric, Casemiro, Jovic, Odriozola, Isco, Mendy, Vinicus, Rodrygo
Athugasemdir
banner
banner
banner