Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. desember 2019 20:30
Aksentije Milisic
Atalanta í sögubækurnar - Áfram þrátt fyrir töp í fyrstu þremur leikjum
Gian Piero Gasperini þjálfari Atalanta.
Gian Piero Gasperini þjálfari Atalanta.
Mynd: Getty Images
Atalanta komst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld en þetta er í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Meistaradeildinni. Óhætt er að segja að liðið byrjaði ekki vel í riðlakeppninni í vetur.

Atalanta er fyrsta liðið í sögunni sem tapar fyrstu þremur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en nær samt að komast upp úr riðlinum og áfram í útsláttarkeppni.

Liðið steinlág 4-0 í fyrstu umferð gegn Dinamo Zagreb, tapaði 2-1 gegn Shaktar og í kjölfarið fór City illa með liðið í þriðju umferð með 5-1 sigri á Ítalíu.

Fyrsta stig liðsins kom í fjórðu umferð á Etihad vellinum en þá var Atalanta í neðsta sæti riðilsins þegar tveir leikir voru eftir. Liðið tók 6 stig úr síðustu tveimur umferðunum og dugðu því sjö stig til þess að komast áfram.

Þá er liðið það níunda í sögunni frá Ítalíu sem kemst áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.








Athugasemdir
banner
banner