Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 03. febrúar 2006 14:37
Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Makan í Val (Staðfest)
Þorvaldur Makan kominn í Valstreyjuna.
Þorvaldur Makan kominn í Valstreyjuna.
Mynd: Valur
Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson gekk í dag óvænt í raðir bikarmeistara Vals en hann hafði ekkert leikið knattspyrnu síðan árið 2004 er hann varð að hætta í boltanum vegna veikinda.

Í samráði við lækna hefur hann hinsvegar hafið æfingar að nýju og gengið í raðir Vals. Hann lék síðast með Fram í Landsbankadeildinni en hafði áður verið hjá KA á Akureyri auk þess að leika erlendis.

Þorvaldur er 32 ára gamall og verður gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Val ef hann verður í góðu formi.

Þorvaldur á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Íslands auk þess sem hann hefur leikið einn leik með A-landsliðinu.

Þá hefur Ari Freyr Skúlason skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnufélagið Val. Ari sem nýlega var valinn í U21 æfingahópinn var fastamaður á síðasta ári með U19 landsliðinu.

Ari lék um tíma í Hollandi en gekk til liðs við Val fyrir síðasta keppnistímabil en þess má geta að Ari er uppalinn Valsmaður.
Athugasemdir
banner
banner