Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   sun 20. júlí 2008 23:30
Gunnar Gunnarsson
Arnar Grétarsson: Við förum í bíl en Óli þarf að hjóla
Arnar Grétarsson í fyrri leik liðanna á leiktíðinni á Akranesi
Arnar Grétarsson í fyrri leik liðanna á leiktíðinni á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Arnar Grétarsson fyrirliði Blika var skiljanlega himinlifandi eftir frækilegan stórsigur á Skagamönnum í kvöld 6-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir góðan sigur á erkifjendunum í HK í síðasta leik tókst Blikum að fylgja þeim leik vel á eftir með stórkostlegri frammistöðu gegn lánlausum Skagamönnum sem voru einfaldlega yfirspilaðir á löngu köflum í leiknum.

,,Já, já við spiluðum vel á móti HK og höfðum auðvitað átt að vinna mun sannfærandi sigur þar. En við vorum klárlega tilbúnir í dag, nýttum færin okkar vel og spiluðum bara alveg gríðarlega vel. Nenad, Marel og Jói voru náttúrulega að gera frábæra hluti og auðvitað allt liðið en þessir þrír voru að blómstra. Þegar við erum í þessum gír þá erum við til alls líklegir," sagði Arnar Grétarsson.

Aðspurður hvort þetta hafi ekki verið einn stærsti sigur í sögu karlaliðs Blika í efstu deild, taldi Arnar svo vera:

,,Já, mér skilst að þetta sé einn af stærstu sigrum okkar í efstu deild, það er bara glæsilegt og bara gleðiefni," sagði Arnar afar sáttur með þann áfanga.

Blikar hafa verið duglegir að setja áskoranir á þjálfarann sinn og Ólafur Kristjánsson var með eina slíka á bakinu fyrir leik.

,,Já, hann var með áskorun, nú þarf hann og aðstoðarþjálfarinn að hjóla til Bláa lónsins, þannig að það verður gaman að því, við förum á bíl," sagði hlægjandi Arnar Grétarsson fyrirliði Blika í leikslok.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner