Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   þri 29. júlí 2008 07:58
Fótbolti.net
Leikmaður 8.umferðar í Landsbankadeild kvenna
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Kvenaboltinn
Dóra María Lárusdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María með verðlaun frá Fótbolta.net
Dóra María með verðlaun frá Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kemur kannski fáum á óvart að besti leikmaður fyrri umferðar að mati Fótbolta.net hafi verið útnefnd leikmaður 8.umferðar þegar lið hennar Valur lagði Fylki 4-1 á heimavelli. Leikurinn var spilaður þann 1.júlí og ekki var búið að velja leikmann 8.umferðar vegna leiks Þórs/KA og Stjörnunnar sem var frestaður og ekki spilaður fyrr en núna 25.júlí síðastliðinn. Dóra María lagði skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp það fyrsta.

Dóra María Lárusdóttir

Dóra María Lárusdóttir er uppalinn Valsari og hefur spilað allan sinn feril með Val. Hún er fastamaður í A-landsliðið Íslands og á að baki 36 leiki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Hún á einnig að baki 46 leiki með yngri landsliðum Íslands. Dóra María á að baki 112 leiki í efstu deild kvenna og hefur skorað í þeim 60 mörk.
.

,, Ég var nú ekki búin að velta því fyrir mér en ég var bara nokkuð sátt með mína frammistöðu í þessum leik.” sagði Dóra María þegar við spurðum hana hvort það kæmi henni á óvart að hafa verið valin.

Dóra María lagði upp fyrsta mark leiksins þegar hún átti laglegt þríhyrningsspil við Margréti Láru Viðarsdóttir og lagði síðan boltann á Katríni Jónsdóttur sem skoraði.

,, Fylkisstelpur vörðust vel og beitti ágætum skyndisóknum. Eftir að við komumst yfir fórum við að spila nokkuð kæruleysislega en það kviknaði aftur á okkur eftir að þær jöfnuðu. “ sagði Dóra þegar við spurðum hana út í leikinn sjálfan.

Á aðeins fjórum mínútum kláraði Dóra María leikinn fyrir Val eftir að Fylkir hafi jafnað í 1-1. Fyrst kom hún Val yfir í 2-1 þegar hún fylgdi á eftir þegar Björk Björnsdóttir varði skot frá Sif Atladóttur. Fjórum mínútum síðar keyrði hún síðan sjálf að markinu frá miðju og skaut hnitmiðuðu skoti í hornið og kom Val í 3-1. Valur bætti við einu marki í viðbót áður en flautað var til leiksloka og lokatölur urðu því 4-1.

Í leiknum vakti athygli að bæði mörk Dóru komu þegar hún var komin inná miðjuna en hún spilar vanalega á hægri kantinum. Við spurðum Dóru hvar henni líkaði best að spila.

,,Mér finnst ég njóta mín best á miðsvæðinu en kanturinn er ágætur líka.” sagði Dóra María

Nú hafa Valsarar styrkt sig með sterkum leikmanni, Sophia Mundy sem kom frá Aftureldingu. Við spurðum Dóru Maríu hvort að samkeppnin í framlínu Vals væri ekki orðin gríðarleg.

,, Við erum með stóran og sterkan hóp svo það ríkir mikil samkeppni um hverja stöðu.” sagði Dóra

Næsti leikur Vals er gegn botnliði Fjölnis en Valur vann fyrri leik liðanna 7-1. Með sigri kæmist Valur í 6 stiga forskot í Landsbankadeild kvenna. Við spurðum Dóru hvort að leikurinn verði ekki bara auðveldur fyrir jafnsterkt lið og Val.

,,Ég á nú aldrei von á því að neinn leikur verði auðveldur en það er engin spurning að við ætlum að fá 3 stig út úr þessum leik. Ég held að leikurinn á Fjölnisvelli hafi verið mun jafnari en tölurnar segja til um. Þær eru í bullanda fallbaráttu svo ég reikna með að þær ætli sér að berjast fyrir hverju einasta stigi. “ sagði Dóra María Lárusdóttir leikmaður 8.umferðar að lokum við Fótbolta.net

Sjá einnig:
1. umferð: Katrín Jónsdóttir, Valur
2. umferð: Sophia Mundy, Afturelding
3.umferð: Björk Gunnarsdóttir, Stjarnan
4.umferð: Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
5.umferð: Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur
6.umferð: Marina Nesic, HK/Víkingur
7.umferð: Vesna Smiljkovic, Keflavík
8.umferð: Dóra María Lárusdóttir
9.umferð: Rakel Hönnudóttir, Þór/KA
10.umferð: Edda Garðarsdóttir, KR

Tólfta umferð er enn í fullum gangi en í fyrsta leik umferðarinnar lagði Breiðablik Bikarmeistara KR 3-1 í Kópavoginum. Afturelding lagði Stjörnuna 4-2 í Garðabænum og í dag tekur Fylkir á móti Keflavík og Þór/KA á móti HK/Víking.

Lokaleikur umferðarinnar verður á morgun með leik Vals og Fjölnis. Fótbolti.net mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála og að lokum velja leikmann 12.umferðar.

Athugasemdir
banner
banner