Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. febrúar 2023 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Nýliðarnir skelltu Roma
Roma-menn voru eðlilega sárir og svekktir
Roma-menn voru eðlilega sárir og svekktir
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 2 Cremonese
0-1 Cyriel Dessers ('28 , víti)
0-2 Zeki Celik ('49 , sjálfsmark)
1-2 Andrea Belotti ('90 )

Roma er úr leik í ítalska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir nýliðum Cremonese, 2-1, í Róm í kvöld.

Cremonese fékk vítaspyrnu á 23. mínútu eftir að Rui Patricio, markvörður Roma, braut af sér í teignum. Dómari leiksins dæmdi fyrst víti en var sagt að kíkja á VAR-skjáinn. Hann var ánægður með ákvörðun sína og fór Cyriel Dessers á punktinn og skoraði.

Undir lok fyrri hálfleiks féll Roger Ibanez í teignum og fór þá Michael Fabbri, dómari leiksins, aftur að VAR-skjánum, en sleppti því að dæma víti og það leikmönnum Roma ekki til mikillar hamingju.

Zeki Celik skoraði sjálfsmark á 49. mínútu og Roma menn komnir í erfiða stöðu.

Roma vildi fá aðra vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir er varnarmaður Cremonese virtist handleika knöttinn, en ekkert dæmt.

Tammy Abraham var nálægt því að koma Roma inn í leikinn átta mínútum síðar en skot hans hafnaði í stöng. Roma skoraði undir lok leiks er Andrea Belotti stýrði boltanum í netið eftir sendingu frá Abraham en það kom of seint og lokatölur 2-1 fyrir Cremonese sem er komið í undanúrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner