Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 01. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ívan Óli Santos spilar ekki í sumar - Meiddist illa í Lengjubikarnum
Lengjudeildin
Ívan Óli Santos.
Ívan Óli Santos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívan Óli Santos, sóknarmaður Gróttu, mun ekki spila fótbolta í sumar eftir að hafa meiðst illa í leik gegn Keflavík í Lengjubikarnum í síðasta mánuði.

Hann sleit krossband og reif liðþófa er hann tók skot í leik sem fór fram í Nettóhöllinni á dögunum.

Hann verður því ekkert með í sumar en Ívan birti á dögunum myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann sýndi aðeins frá endurhæfingunni.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ívan, sem er fæddur árið 2003, er öflugur sóknarmaður sem hjálpaði ÍR að komast upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili. Hann skoraði þá tíu mörk í tíu leikjum í 2. deild.

Við á Fótbolta.net sendum Ívan okkar bestu batakveðjur.

@santoshdgamer life update, smá mini doc series til að sjá progressið. Hvað finnst ykkur??????????? #island #islensktiktok #fyp #acl #fyrirþig #football #injury #foryou #CapCut ? original sound - Santosinn

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner