Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. maí 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo Mari: Mér datt aldrei í hug að gefast upp
Mari spilaði með Flamengo áður en hann fór til Arsenal á láni.
Mari spilaði með Flamengo áður en hann fór til Arsenal á láni.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Pablo Mari segist alltaf hafa haft trú á því að hann myndi ná árangri á fótboltaferlinum þrátt fyrir að hann hafi ekki hlotið náð fyrir augum Manchester City.

Spánverjinn gekk í raðir Man City árið 2016 en hann spilaði engan leik þar. Hann fór ýmislegt á láni áður en hann var seldur til Flamengo í Brasilíu í fyrra. Þessi 26 ára gamli leikmaður fór svo á láni til Arsenal í janúar á þessu ári og ætlar Arsenal sér að kaupa hann.

„Þú ferð í læknisskoðun hjá Man City á hverju ári en þegar ég fór til Hollands og til Coruna (á láni) þá var aðallið City ekki byrjað á sínu undirbúnignstímabili þannig að það var aldrei neinn þarna," sagði Mari í viðtali við The Guardian.

„Þú hittir aldrei neinn og það var skrýtið, en City kom heiðarlega fram við mig. Planið var alltaf að fara á láni."

„Planið mitt persónulega var alltaf skýrt: Hvort sem það var hjá City eða ekki, þá ætlaði ég að koma mér að hjá stórliði. Ég var alltaf sannfærður, alveg frá því að ég fór að heiman 13 ára gamall. Mér datt aldrei í hug að gefast upp."

„Ég hef átt mörg slæm augnablik en þá mátt aldrei gefa eitthvað eftir sem þú elskar."
Athugasemdir
banner