Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   sun 01. maí 2022 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
Ísak Snær Þorvaldsson  í leiknum í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld þökk sé afmælisbarni dagsins, Ísaki Snæ Þorvaldssyni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Hún er bara geggjuð. Þrjú stig og tvö mörk eru bara bónus og að eiga afmæli er nátturlega bara geggjað og að skora og taka þrjú." sagði afmælisbarnið aðspurt um tilfinninguna eftir leik.

„Bara spila okkar bolta og taka þrjú stig. Við getum spilað langt og við getum spilað stutt og það bara fer eftir því hvernig leikurinn er og við förum bara eftir því." 

Ísak Snær er með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og hafa þau öll komið á Kópavogsvelli.                                                                              
„Það er geggjað að vera hérna og sérstaklega með aðdáendur hérna sem öskra í bakið á mér alla leikina og það þarf að vera oftar svona og þá munum við gefa þeim sigrana sem við sækjumst eftir."

Breiðablik heimsækir Skagamenn í næstu umferð og býst Ísak við að fá aðeins að heyra það frá þeim þar sem hann spilaði með þeim í fyrra.                       

„Það verður eitthvað, ég býst við að ég muni fá eitthvað í bakið frá Skaganum og fái að heyra það en ég mun alltaf styðja Skagann í öllum öðrum leikjum nema þegar við erum að spila á móti þeim. Við munum gefa allt í að taka þrjú stig þaðan."

Nánar er rætt við Ísak Snæ í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner