Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 01. maí 2022 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
watermark Ísak Snær Þorvaldsson  í leiknum í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld þökk sé afmælisbarni dagsins, Ísaki Snæ Þorvaldssyni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Hún er bara geggjuð. Þrjú stig og tvö mörk eru bara bónus og að eiga afmæli er nátturlega bara geggjað og að skora og taka þrjú." sagði afmælisbarnið aðspurt um tilfinninguna eftir leik.

„Bara spila okkar bolta og taka þrjú stig. Við getum spilað langt og við getum spilað stutt og það bara fer eftir því hvernig leikurinn er og við förum bara eftir því." 

Ísak Snær er með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og hafa þau öll komið á Kópavogsvelli.                                                                              
„Það er geggjað að vera hérna og sérstaklega með aðdáendur hérna sem öskra í bakið á mér alla leikina og það þarf að vera oftar svona og þá munum við gefa þeim sigrana sem við sækjumst eftir."

Breiðablik heimsækir Skagamenn í næstu umferð og býst Ísak við að fá aðeins að heyra það frá þeim þar sem hann spilaði með þeim í fyrra.                       

„Það verður eitthvað, ég býst við að ég muni fá eitthvað í bakið frá Skaganum og fái að heyra það en ég mun alltaf styðja Skagann í öllum öðrum leikjum nema þegar við erum að spila á móti þeim. Við munum gefa allt í að taka þrjú stig þaðan."

Nánar er rætt við Ísak Snæ í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner