Júlíus Ármann þjálfari Aftureldingar segist taka fullt jákvætt út úr leiknum eftir að HK/Víkingur hafði betur gegn þeim í Mjólkurbikarnum í dag. HK/Víkingur vann leikinn 4-0 og eru komnar í 8 liða úrslit.
„ það klikkaði sjálfur sér ekki neitt. Aðalatriðið var að við vorum að fá á okkur mörk sem er erfitt að fá, bæði úr aukaspyrnunni sem er að löngu færi og síðan bara klafs inn í teig. ''
„ það klikkaði sjálfur sér ekki neitt. Aðalatriðið var að við vorum að fá á okkur mörk sem er erfitt að fá, bæði úr aukaspyrnunni sem er að löngu færi og síðan bara klafs inn í teig. ''
Júlíus er nokkuð sáttur með byrjunina hjá sínu liði en talar um að liðið vilji meira.
„ jájá ég er nokkuð sáttur með byrjunina, við auðvitað viljum meira og erum bara tilbúnar að mæta í næsta leik og spenntar fyrir næstu leikjum. ''
Hafrún Rakel lenti í samstuði við leikmann HK/Víkings snemma í fyrri hálfleik og lá í grasinu í þó nokkurn tíma. Júlíus segir að þetta lítur ekki vel út en vonar það besta.
„ Hún endaði upp á spítala og þeir halda að þetta sé alvarlegt en við vonum það besta. '
Athugasemdir
























