Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   þri 01. júní 2021 16:31
Elvar Geir Magnússon
Viðar Örn fer í aðgerð og verður frá í 5-6 vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er með brákað bein í fæti og fer í aðgerð á fimmtudag. Hann verður frá í fimm til sex vikur vegna þessara meiðsla.

Viðar átti að vera í landsliðshópnum sem er að fara að mæta Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum en dró sig út úr hópnum.

Viðar er með eitt mark og eina stoðsendingu í fimm leikjum fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Þessi 31 árs Selfyssingur hefur spilað 28 landsleiki fyrir Ísland og skorað fjögur mörk.
Athugasemdir
banner