Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 01. júlí 2018 15:13
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið KA og Breiðabliks: Steinþór á bekknum - Oliver ekki með
watermark Arnþór Ari kemur inn í byrjunarliðið.
Arnþór Ari kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Daníel Hafsteinsson kemur inn í lið KA.
Daníel Hafsteinsson kemur inn í lið KA.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Klukkan 16:00 hefst leikur KA og Breiðabliks í 11. umferð Pepsi-deildarinnar.

Beinar textalýsingar:
16:00 KA - Breiðablik
16:00 ÍBV - Grindavík
17:00 Keflavík - Valur
19:15 KR - Víkingur R.
19:15 Fjölnir - Fylkir

Breiðablik hefur unnið síðustu tvo leiki en KA hefur aftur á móti tapað tveimur síðustu. Þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda hér í dag ef þeir ætla sér að ná Evrópusæti í deildinni, en eins og staðan er í dag er frekar útlit fyrir fallbaráttu í sumar. Þessi deild hefur þó verið galopin og skemmtileg svo það má nánast búast við hverju sem er.

Byrjunarliðin eru klár. Steinþór Freyr verður á bekknum hjá KA, en hann byrjaði í síðasta leik og það sama gildir um Archange Nkumu. Daníel Hafsteinsson kemur inn í liðið hjá KA, eins og Callum Williams.

Hjá Breiðabliki vekur athygli að Oliver Sigurjónsson er ekki í hóp. Arnþór Ari Atlason, sem missti af síðasta leik, kemur í byrjunarliðið í hans stað.

Byrjunarlið KA:
30. Cristian Martínez (m)
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
6. Hallgrímur Jónasson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f)
11. Ásgeir Sigurgeirsson
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
24. Daníel Hafsteinsson
55. Aleksandar Trninic

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Willum Þór Willumsson
19. Aron Bjarnason
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner