Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. júlí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos: Óskar Örn verið bestur síðan ég byrjaði að fylgjast með
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic er að gera flotta hluti með Mjällby í sænsku B-deildinni. Mjällby er í öðru sæti, en liðið er nýliði í deildinni eftir að hafa komist upp úr C-deild í fyrra.

Milos er fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, en hann lék einnig hér á landi með Víkingi, Hamar og Ægi.

Stórleikur KR og Breiðabliks var í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Milos tísti á meðan leiknum stóð um það hversu hrifinn hann er af Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR.

„Óskar Örn er og hefur verið besti leikmaður síðan ég hef fylgst með efstu deild á Íslandi," skrifaði Milos og lét skemmtilegt kassamerki (e. hashtag) fylgja með. „#einsvovínbetrimeðaldrinum"

Hinn 34 ára gamli Óskar Örn skoraði seinna mark KR í 2-0 sigri í kvöld. Hann hefur verið algjörlega frábær fyrir KR, sem er á toppnum í deildinni í sumar.

Aron Elís, Andri Rafn og Igor Taskovic
Fjölmiðlamaðurinn Lucas Arnold, sem fylgist gríðarlega vel með íslenska boltanum, spurði Milos í kvöld hverjir væru þrír bestu leikmennirnir sem hann hefði þjálfað.

„Erfitt að velja vegna þess að þeir eru margir mjög góðir. Þú getur ekki spurt foreldra að velja á milli tveggja barna sinna. Þrír sem ég myndi hafa í mínu liði eru: Aron Elís Þrándarson, Andri Rafn Yeoman og Igor Taskovic."





Athugasemdir
banner
banner
banner