Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. júlí 2022 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingur á góðu róli - KR ekki unnið í síðustu fjórum leikjum
Halldór Smári Sigurðsson skoraði þriðja mark Víkings
Halldór Smári Sigurðsson skoraði þriðja mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed kom að tveimur mörkum
Pablo Punyed kom að tveimur mörkum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Rúnars hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum
Lærisveinar Rúnars hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum
Mynd: Haukur Gunnarsson
KR 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen ('30 , víti)
0-2 Pablo Oshan Punyed Dubon ('64 )
0-3 Halldór Smári Sigurðsson ('81 )
Lestu um leikinn

Íslands- og bikarmeistararar Víkings unnu KR, 3-0, á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld. Þetta var fjórði leikurinn í röð sem KR-ingum tekst ekki að vinna en Víkingur vann fjórða leik sinn í röð.

Skemmtunin hófst strax á 3. mínútu er Pablo Punyed átti skot framhjá úr algeru dauðafæri og aðeins mínútu síðar var Atli Sigurjónsson nálægt því að koma KR yfir.

Kjartan Henry Finnbogason pressaði þá Þórð Ingason, markvörð Víkings, og tókst að vinna boltann. Hann barst svo til Atla, sem lét vaða, en skot hans í stöng.

Þórður bætti upp fyrir það með því að verja vel í tvígang nokkrum mínútum síðar.

Vikingur sótti vítaspyrnu á 29. mínútu. Viktor Örlygur Andrason keyrði vinstra megin inn í teiginn, framhjá Kennie Chopart, sem elti hann upp og ýtti í bakið á Vikingnum. Nikolaj Hansen fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi á mitt markið.

Ægir Jarl Jónasson kom sér í gott færi á 40. mínútu eftir fyrirgjöf Kennie en brást bogalistin og nokkrum mínútum síðar átti Hansen skalla í slá hinum megin á vellinum.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Íslandsmeisturunum í ansi fjörugum leik en Víkingar kláruðu síðan dæmið í þeim síðari.

Pablo Punyed gerði annað markið á 64. mínútu. Hann gerði það beint úr aukaspyrnu. Beitir Ólafsson virkaði illa staðsettur í markinu og má setja spurningamerki við hann í þessu marki.

Það var svo Pablo sem kom að þriðja marki Víkinga á 81. mínútu en hann tók hornspyrnu sem var skölluð á fjær og þar lúrði Halldór Smári Sigurðsson, sem tók við boltanum áður en hann hamraði honum í fjærhornið.

Sterkur 3-0 sigur hjá Víkingum sem eru að vinna fjórða leik sinn í röð á meðan KR-ingar hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni.

Víkingar eru í 2. sæti með 22 stig, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks á meðan KR er í 6. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner