Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búa til 'fótboltaspjöld' fyrir látna verkamenn í Katar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Þúsundir farandsverkamanna hafa látist á undirbúningsárunum fyrir HM í Katar þar sem gríðarlega mikil vinna var í boði við að byggja leikvanga og annað til að geta tekið á móti þeim fjölda fólks sem mun streyma til landsins.


Það hafa ýmsar hryllingssögur sprottið upp af verkamönnum sem störfuðu og bjuggu við hrikalegar aðstæður á vinnustöðum og í vinnubúðum.

Vefsíðan Cards of Qatar var sett á laggirnar til að vekja frekari athygli á þeim verkamönnum sem hafa látist við undirbúning Heimsmeistaramótsins. 

Þar eru búin til einskonar fótboltaspjöld með upplýsingum um þá látnu og baksögu um þá og fjölskyldur þeirra.

Þeir látnu sem koma fram á vefsíðunni eru ýmist frá Nepal, Bangladess eða Indlandi en það eru verkamenn frá fleiri tugum þjóðerna sem störfuðu og starfa enn við undirbúning fyrir HM í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner