Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. júlí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maldini og Massara halda áfram hjá Milan
Mynd: Getty Images

Paolo Maldini og Frederic 'Ricky' Massara munu halda starfi sínu áfram hjá AC Milan. Fabrizio Romano greinir frá þessu.


Í gær var greint frá því að Maldini og Massara gætu yfirgefið Milan þegar samningar þeirra við félagið renna út núna um mánaðarmótin. Þeir vildu fá meiri völd innan félagsins eftir lélega byrjun á sumri á leikmannamarkaðinum þar sem Milan missti bæði af Sven Botman og Renato Sanches.

Maldini og Massara eru búnir að skrifa undir nýja samninga og munu einbeita sér að því að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök.

Milan er að ganga frá samningum við Divock Origi sem verður fyrsti nýi leikmaður Ítalíumeistaranna.

Sjá einnig:
Maldini vill fá meiri völd hjá Milan


Athugasemdir
banner
banner