
„Við mættum með fullar sjálfstrausts inn í þennan leik," sagði Katrín Ómarsdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari KR, eftir magnaðan sigur á Íslandsmeisturum Þórs/KA í kvöld. Þetta eru úrslit sem koma öllum á óvart enda er KR í fallbaráttu og Þór/KA eitt tveggja lið sem er að berjast um titilinn.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Þór/KA
Mikil bæting hefur verið á leik KR í síðustu leikjum.
„Við erum búnar að finna réttu uppstillinguna og formúlu sem ég held að virki. Það eru allir að skora og þá fá fleiri sjálfstraust."
KR komst í 2-0 en Þór/KA svaraði strax og minnkaði muninn.
„Mér leið vel í svona sekúndu," segir Katrín og hlær. „Þetta gerðist líka gegn FH, bara strax. Það er sagt að 2-0 sé versta staðan, þá slakar fólk á og heldur að þetta sé komið en það er algjörlega ekki þannig."
Þór/KA sótti stíft síðustu mínútur leiksins og lýsir Katrín sem það hafi verið "do or die" hjá KR-ingum þær mínútur. Það er spennandi fallbarátta framundan, en KR er komið 12 stig núna, þremur stigum meira en Grindavík.
„Mér sýnist FH vera búnar að senda margar stelpur á lán og þær virðast vera búnar að gefast upp - engin móðgun við þær samt, en þetta verður hörkubarátta," sagði Katrín að lokum.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir