Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 10:03
Ívan Guðjón Baldursson
Mitrovic gæti náð úrslitaleiknum gegn Brentford
Mitrovic hefur skorað 49 mörk í 99 leikjum frá komu sinni til Fulham í janúar 2018.
Mitrovic hefur skorað 49 mörk í 99 leikjum frá komu sinni til Fulham í janúar 2018.
Mynd: Getty Images
Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, segir að serbneski sóknarmaðurinn Aleksandar Mitrovic geti verið klár í slaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Brentford næsta þriðjudag.

Mitrovic, sem verður 26 ára í september, gerði 26 mörk í 40 deildarleikjum á tímabilinu. Hann er algjör lykilmaður í liði Fulham og skoraði til að mynda 11 mörk er Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Það væri gríðarlega mikilvægt fyrir Fulham að hafa Mitrovic liðtækan í úrslitaleiknum mikilvæga. Sigurvegarinn kemst í úrvalsdeildina og hlýtur gífurlega miklar sjónvarpstekjur af.

„Hann var næstum tilbúinn í slaginn á fimmtudaginn en það gekk ekki upp. Hann hafði hæst allra á pöllunum og var duglegur að hvetja liðsfélagana áfram, það er gríðarlega mikilvægt," sagði Parker, sem býr yfir mikilli reynslu sem fyrrum úrvalsdeildarleikmaður og landsliðsmaður hjá Englandi.

„Það hefði verið of hættulegt fyrir okkur að nota Aleksandar á fimmtudaginn. Við viljum ekki missa hann í meiðsli. Vonandi verður hann klár fyrir þriðjudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner