Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 01. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
DC United vann í fyrsta leik Rooney

Wayne Rooney stýrði liði DC United í fyrsta sinn í gærkvöldi í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Liðið er á botni Austurdeildarinnar.


Liðið hafði unnið fimm leiki, tapað 12 og gert sex jafntefli áður en Rooney mætti á svæðið. Hann gerði sér lítið fyrir og stýrði liðinu til sigurs gegn Orlando City í gærkvöldi 2-1.

Hann fékk Guðlaug Victor Pálsson til liðs við sig á dögunum en hann var ekki í hópnum í gær.

Arnór Ingvi Traustason byrjaði á bekknum hjá New York Revolution sem gerðu markalaust jafntefli við Toronto FC. HArnór kom inná þegar sjö mínútur voru til leiksloka.

NY Revolution erí 9. sæti Austurdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner