Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 01. september 2024 22:01
Sölvi Haraldsson
Jón Þór fékk rautt spjald: Það virtist enginn vita það
Jón Þór Hauksson var hissa að fá rauða spjaldið í dag.
Jón Þór Hauksson var hissa að fá rauða spjaldið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hrikalega svekkjandi. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og vorum að spila illa. Við misstum tökin á skyndisóknaleiknum og vorum ekki vel staðsettir þegar við vorum að tapa boltanum. KR-ingar eru fljótir fram á við og við vissum það. Við gerðum það ekki nægilega vel. Við byrjuðum sterkt en kannski var ég búinn að leggja of mikið púður í það að byrja leikinn af krafti. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel en náðum því miður ekki að nýta þann kafla í að vinna leikinn.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 4-2 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Jón Þór fékk rautt spjald í seinni hálfleik eftir að hafa beðið um vítaspyrnu sem honum fannst strangur dómur.

Nei ég á eftir að fá þær en við vildum fá vítaspyrnu. Ég veit ekkert hvort það hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég held að það hafi verið þrjár til fjórar sekúndur sem fór í að óska eftir því, dómararnir höfðu núll húmor fyrir því og þetta var niðurstaðan. Engin áminning eða aðvörun eða nokkur skapaður hlutur. Eins og ég segi á ég eftir að fá nánari útskýringu á því.

Það sem vakti líka helst athygli var að enginn á bekknum, og einnig Gunnar Oddur fjórði dómari, vissu hver væri að fá rauða spjaldið þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, lyfti því í átt að bekk ÍA.

Það virtist enginn vita það og hvað þá ég eða við. En þú verður að fá dómarann hingað til að útskýra þetta fyrir þér. Ég veit ekki hvað nákvæmlega það var en ég tek það á mig og tek á mig mína refsingu á þennan leik og næsta leik. Það verður bara að hafa það.

Marko Vardic fór meiddur af velli í dag og hélt utan um öxlina. Þetta leit ekki vel út á vellinum en Rúnar Már kom inn fyrir hann.

Hann fór úr axlalið.“ sagði Jón Þór um stöðu Marko eftir leik.

Jón segir að liðið þurfi að læra af þessum leik fyrir næsta leik sem er gegn KA.

Ég var ósáttur með fyrri hálfleikinn með fyrri hálfleikinn. Við staðsettum okkur illa með og án boltans. Þegar við byrjuðum að gera það betur stóðum við okkur vel og það er klárt mál að við þurfum að gera það í 90 mínútur í næsta leik.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 4-2 tap gegn KR í dag.

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner