Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 01. september 2024 22:01
Sölvi Haraldsson
Jón Þór fékk rautt spjald: Það virtist enginn vita það
Jón Þór Hauksson var hissa að fá rauða spjaldið í dag.
Jón Þór Hauksson var hissa að fá rauða spjaldið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hrikalega svekkjandi. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og vorum að spila illa. Við misstum tökin á skyndisóknaleiknum og vorum ekki vel staðsettir þegar við vorum að tapa boltanum. KR-ingar eru fljótir fram á við og við vissum það. Við gerðum það ekki nægilega vel. Við byrjuðum sterkt en kannski var ég búinn að leggja of mikið púður í það að byrja leikinn af krafti. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel en náðum því miður ekki að nýta þann kafla í að vinna leikinn.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 4-2 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Jón Þór fékk rautt spjald í seinni hálfleik eftir að hafa beðið um vítaspyrnu sem honum fannst strangur dómur.

Nei ég á eftir að fá þær en við vildum fá vítaspyrnu. Ég veit ekkert hvort það hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég held að það hafi verið þrjár til fjórar sekúndur sem fór í að óska eftir því, dómararnir höfðu núll húmor fyrir því og þetta var niðurstaðan. Engin áminning eða aðvörun eða nokkur skapaður hlutur. Eins og ég segi á ég eftir að fá nánari útskýringu á því.

Það sem vakti líka helst athygli var að enginn á bekknum, og einnig Gunnar Oddur fjórði dómari, vissu hver væri að fá rauða spjaldið þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, lyfti því í átt að bekk ÍA.

Það virtist enginn vita það og hvað þá ég eða við. En þú verður að fá dómarann hingað til að útskýra þetta fyrir þér. Ég veit ekki hvað nákvæmlega það var en ég tek það á mig og tek á mig mína refsingu á þennan leik og næsta leik. Það verður bara að hafa það.

Marko Vardic fór meiddur af velli í dag og hélt utan um öxlina. Þetta leit ekki vel út á vellinum en Rúnar Már kom inn fyrir hann.

Hann fór úr axlalið.“ sagði Jón Þór um stöðu Marko eftir leik.

Jón segir að liðið þurfi að læra af þessum leik fyrir næsta leik sem er gegn KA.

Ég var ósáttur með fyrri hálfleikinn með fyrri hálfleikinn. Við staðsettum okkur illa með og án boltans. Þegar við byrjuðum að gera það betur stóðum við okkur vel og það er klárt mál að við þurfum að gera það í 90 mínútur í næsta leik.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 4-2 tap gegn KR í dag.

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner