Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   sun 01. september 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær mikilvægar vörslur.
Tvær mikilvægar vörslur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara rosa léttir, rosa mikilvæg þrjú stig. Þetta var erfiður leikur, hefði getað farið í hina áttina en féll sem betur fer með okkur í dag. Við tökum sigurinn," segir Kristófer Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmarkið á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Það er rosa góð liðsheild í liðinu finnst mér, menn tilbúnir að gera hvað sem er fyrir hvorn annan. Þó svo að við erum kannski ekki að spila okkar bestu leiki, þá erum við tilbúnir að berjast í 90 mínútur. Hvort sem menn eru á bekknum eða byrja inn á, þá eru menn tilbúnir að koma inn á og klára leikina fyrir okkur. Við gerum þetta allir saman. Það telur alveg jafnmikið að verja þessi tvö færi (vörslur Antons Ara) sem KA menn fá og öll mörkin sem við höfum skorað í sumar. Þetta er bara frábært lið og við gerum þetta allir saman."

Kristófer var spurður út í sigurmarkið í dag.

„Ég sá boltann rúlla fyrir mig eftir einvígi inn á teignum. Ég fékk aðeins meiri tíma en ég bjóst við, þannig ég ákvað að snúa, láta boltann rúlla aðeins og setti hann svo í fjær. Boltinn datt sem betur fer fyrir framan mig, ég reyndi að gera það besta sem ég gat úr þessari stöðu. Ég reyndi að setja hann eins mikið út í hornið og ég gat, og sem betur fer fór hann inn."

„Þetta er bara geggjað, núna tveir leikir í röð þar sem við náum að koma til baka í lokin (skora sigurmark í dag), hugarfar hjá liðinu að gefast ekki upp og halda haus Maður finnur meðbyr með liðinu og við ætlum að vinna þennan titil."

„Auðvitað vil ég fleiri mínútur, en það er bara undir mér komið að sýna á æfingum og í leikjum að ég eigi að spila meira. Ég reyni að gera mitt besta, er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum. Vonandi skilar það sér í fleiri mínútum líka,"
sagði Kristófer sem ræddi í viðtalinu um tímabilið sitt sem hófst á tilboði erlendis frá. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner