Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 01. september 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær mikilvægar vörslur.
Tvær mikilvægar vörslur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara rosa léttir, rosa mikilvæg þrjú stig. Þetta var erfiður leikur, hefði getað farið í hina áttina en féll sem betur fer með okkur í dag. Við tökum sigurinn," segir Kristófer Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmarkið á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Það er rosa góð liðsheild í liðinu finnst mér, menn tilbúnir að gera hvað sem er fyrir hvorn annan. Þó svo að við erum kannski ekki að spila okkar bestu leiki, þá erum við tilbúnir að berjast í 90 mínútur. Hvort sem menn eru á bekknum eða byrja inn á, þá eru menn tilbúnir að koma inn á og klára leikina fyrir okkur. Við gerum þetta allir saman. Það telur alveg jafnmikið að verja þessi tvö færi (vörslur Antons Ara) sem KA menn fá og öll mörkin sem við höfum skorað í sumar. Þetta er bara frábært lið og við gerum þetta allir saman."

Kristófer var spurður út í sigurmarkið í dag.

„Ég sá boltann rúlla fyrir mig eftir einvígi inn á teignum. Ég fékk aðeins meiri tíma en ég bjóst við, þannig ég ákvað að snúa, láta boltann rúlla aðeins og setti hann svo í fjær. Boltinn datt sem betur fer fyrir framan mig, ég reyndi að gera það besta sem ég gat úr þessari stöðu. Ég reyndi að setja hann eins mikið út í hornið og ég gat, og sem betur fer fór hann inn."

„Þetta er bara geggjað, núna tveir leikir í röð þar sem við náum að koma til baka í lokin (skora sigurmark í dag), hugarfar hjá liðinu að gefast ekki upp og halda haus Maður finnur meðbyr með liðinu og við ætlum að vinna þennan titil."

„Auðvitað vil ég fleiri mínútur, en það er bara undir mér komið að sýna á æfingum og í leikjum að ég eigi að spila meira. Ég reyni að gera mitt besta, er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum. Vonandi skilar það sér í fleiri mínútum líka,"
sagði Kristófer sem ræddi í viðtalinu um tímabilið sitt sem hófst á tilboði erlendis frá. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir