Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   sun 01. september 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær mikilvægar vörslur.
Tvær mikilvægar vörslur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara rosa léttir, rosa mikilvæg þrjú stig. Þetta var erfiður leikur, hefði getað farið í hina áttina en féll sem betur fer með okkur í dag. Við tökum sigurinn," segir Kristófer Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmarkið á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Það er rosa góð liðsheild í liðinu finnst mér, menn tilbúnir að gera hvað sem er fyrir hvorn annan. Þó svo að við erum kannski ekki að spila okkar bestu leiki, þá erum við tilbúnir að berjast í 90 mínútur. Hvort sem menn eru á bekknum eða byrja inn á, þá eru menn tilbúnir að koma inn á og klára leikina fyrir okkur. Við gerum þetta allir saman. Það telur alveg jafnmikið að verja þessi tvö færi (vörslur Antons Ara) sem KA menn fá og öll mörkin sem við höfum skorað í sumar. Þetta er bara frábært lið og við gerum þetta allir saman."

Kristófer var spurður út í sigurmarkið í dag.

„Ég sá boltann rúlla fyrir mig eftir einvígi inn á teignum. Ég fékk aðeins meiri tíma en ég bjóst við, þannig ég ákvað að snúa, láta boltann rúlla aðeins og setti hann svo í fjær. Boltinn datt sem betur fer fyrir framan mig, ég reyndi að gera það besta sem ég gat úr þessari stöðu. Ég reyndi að setja hann eins mikið út í hornið og ég gat, og sem betur fer fór hann inn."

„Þetta er bara geggjað, núna tveir leikir í röð þar sem við náum að koma til baka í lokin (skora sigurmark í dag), hugarfar hjá liðinu að gefast ekki upp og halda haus Maður finnur meðbyr með liðinu og við ætlum að vinna þennan titil."

„Auðvitað vil ég fleiri mínútur, en það er bara undir mér komið að sýna á æfingum og í leikjum að ég eigi að spila meira. Ég reyni að gera mitt besta, er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum. Vonandi skilar það sér í fleiri mínútum líka,"
sagði Kristófer sem ræddi í viðtalinu um tímabilið sitt sem hófst á tilboði erlendis frá. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner