Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 01. september 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær mikilvægar vörslur.
Tvær mikilvægar vörslur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara rosa léttir, rosa mikilvæg þrjú stig. Þetta var erfiður leikur, hefði getað farið í hina áttina en féll sem betur fer með okkur í dag. Við tökum sigurinn," segir Kristófer Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmarkið á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Það er rosa góð liðsheild í liðinu finnst mér, menn tilbúnir að gera hvað sem er fyrir hvorn annan. Þó svo að við erum kannski ekki að spila okkar bestu leiki, þá erum við tilbúnir að berjast í 90 mínútur. Hvort sem menn eru á bekknum eða byrja inn á, þá eru menn tilbúnir að koma inn á og klára leikina fyrir okkur. Við gerum þetta allir saman. Það telur alveg jafnmikið að verja þessi tvö færi (vörslur Antons Ara) sem KA menn fá og öll mörkin sem við höfum skorað í sumar. Þetta er bara frábært lið og við gerum þetta allir saman."

Kristófer var spurður út í sigurmarkið í dag.

„Ég sá boltann rúlla fyrir mig eftir einvígi inn á teignum. Ég fékk aðeins meiri tíma en ég bjóst við, þannig ég ákvað að snúa, láta boltann rúlla aðeins og setti hann svo í fjær. Boltinn datt sem betur fer fyrir framan mig, ég reyndi að gera það besta sem ég gat úr þessari stöðu. Ég reyndi að setja hann eins mikið út í hornið og ég gat, og sem betur fer fór hann inn."

„Þetta er bara geggjað, núna tveir leikir í röð þar sem við náum að koma til baka í lokin (skora sigurmark í dag), hugarfar hjá liðinu að gefast ekki upp og halda haus Maður finnur meðbyr með liðinu og við ætlum að vinna þennan titil."

„Auðvitað vil ég fleiri mínútur, en það er bara undir mér komið að sýna á æfingum og í leikjum að ég eigi að spila meira. Ég reyni að gera mitt besta, er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum. Vonandi skilar það sér í fleiri mínútum líka,"
sagði Kristófer sem ræddi í viðtalinu um tímabilið sitt sem hófst á tilboði erlendis frá. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner