Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 01. september 2024 20:35
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri hálfleikurinn var frábær. Ef maður skoðar þetta betur í kvöld verður örugglega tilfinningin sú að við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við gerðum það sem við gerðum ekki nógu vel gegn HK og Vestra og það var að verja vítateiginn. Ég er feykilega ánægður með liðið og frammistöðuna og hjartað.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-2 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Benoný Breki skoraði svokallaða fullkomna þrennu. Með hægri, vinstri og skalla. Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá framherjanum?

Nei ekki nema að hann gat skorað fleiri mörk. Þetta var frábært. Benó er senterinn okkar og það er mikilvægt að hann sé með sjálfstraust. Hann var frábær fyrir framan markið, ég er ánægður með það og líka að Luke Rae hafi skorað því hann var frábær í fyrri hálfleik.

Bryndís Klara lést á Landspítalanum í vikunni eftir hræðilega árás á Menningarnótt á dögunum. Leikurinn var stopp á 17. mínútu leiksins þar sem hún var aðeins 17 ára gömul en þá risu allir á fætur og klöppuðu í heila mínútu til að minnast hennar.

Það er feykilega gott að gefa fólki tækifæri til að minnast hennar. Mér fannst þetta bara mjög vel til fundið.“

Luke Rae skoraði fjórða mark KR sem kom alveg í lokin.

Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum var að sjá hann skora þetta fjórða mark. Þetta var óvenju mikilvægt mark sem í raun og veru kláraði þetta. Þetta var mjög ljúft ég skal viðurkenna það.“

Axel Óskar spilaði á miðjunni sem vakti athygli í aðdraganda leiksins en hann spilaði þar mjög vel.

Axel stóð sig vel í þessari stöðu. Mér fannst við þurfa líkamlegan styrk inn á miðjuna gegn Skaganum sem við fengum frá honum. Hann leysti þessa stöðu vel, ég er ánægður með hann. Hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig en hann gerði þetta vel.

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner