Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 01. september 2024 20:35
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri hálfleikurinn var frábær. Ef maður skoðar þetta betur í kvöld verður örugglega tilfinningin sú að við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við gerðum það sem við gerðum ekki nógu vel gegn HK og Vestra og það var að verja vítateiginn. Ég er feykilega ánægður með liðið og frammistöðuna og hjartað.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-2 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Benoný Breki skoraði svokallaða fullkomna þrennu. Með hægri, vinstri og skalla. Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá framherjanum?

Nei ekki nema að hann gat skorað fleiri mörk. Þetta var frábært. Benó er senterinn okkar og það er mikilvægt að hann sé með sjálfstraust. Hann var frábær fyrir framan markið, ég er ánægður með það og líka að Luke Rae hafi skorað því hann var frábær í fyrri hálfleik.

Bryndís Klara lést á Landspítalanum í vikunni eftir hræðilega árás á Menningarnótt á dögunum. Leikurinn var stopp á 17. mínútu leiksins þar sem hún var aðeins 17 ára gömul en þá risu allir á fætur og klöppuðu í heila mínútu til að minnast hennar.

Það er feykilega gott að gefa fólki tækifæri til að minnast hennar. Mér fannst þetta bara mjög vel til fundið.“

Luke Rae skoraði fjórða mark KR sem kom alveg í lokin.

Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum var að sjá hann skora þetta fjórða mark. Þetta var óvenju mikilvægt mark sem í raun og veru kláraði þetta. Þetta var mjög ljúft ég skal viðurkenna það.“

Axel Óskar spilaði á miðjunni sem vakti athygli í aðdraganda leiksins en hann spilaði þar mjög vel.

Axel stóð sig vel í þessari stöðu. Mér fannst við þurfa líkamlegan styrk inn á miðjuna gegn Skaganum sem við fengum frá honum. Hann leysti þessa stöðu vel, ég er ánægður með hann. Hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig en hann gerði þetta vel.

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner