Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 01. september 2024 20:35
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri hálfleikurinn var frábær. Ef maður skoðar þetta betur í kvöld verður örugglega tilfinningin sú að við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við gerðum það sem við gerðum ekki nógu vel gegn HK og Vestra og það var að verja vítateiginn. Ég er feykilega ánægður með liðið og frammistöðuna og hjartað.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-2 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Benoný Breki skoraði svokallaða fullkomna þrennu. Með hægri, vinstri og skalla. Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá framherjanum?

Nei ekki nema að hann gat skorað fleiri mörk. Þetta var frábært. Benó er senterinn okkar og það er mikilvægt að hann sé með sjálfstraust. Hann var frábær fyrir framan markið, ég er ánægður með það og líka að Luke Rae hafi skorað því hann var frábær í fyrri hálfleik.

Bryndís Klara lést á Landspítalanum í vikunni eftir hræðilega árás á Menningarnótt á dögunum. Leikurinn var stopp á 17. mínútu leiksins þar sem hún var aðeins 17 ára gömul en þá risu allir á fætur og klöppuðu í heila mínútu til að minnast hennar.

Það er feykilega gott að gefa fólki tækifæri til að minnast hennar. Mér fannst þetta bara mjög vel til fundið.“

Luke Rae skoraði fjórða mark KR sem kom alveg í lokin.

Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum var að sjá hann skora þetta fjórða mark. Þetta var óvenju mikilvægt mark sem í raun og veru kláraði þetta. Þetta var mjög ljúft ég skal viðurkenna það.“

Axel Óskar spilaði á miðjunni sem vakti athygli í aðdraganda leiksins en hann spilaði þar mjög vel.

Axel stóð sig vel í þessari stöðu. Mér fannst við þurfa líkamlegan styrk inn á miðjuna gegn Skaganum sem við fengum frá honum. Hann leysti þessa stöðu vel, ég er ánægður með hann. Hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig en hann gerði þetta vel.

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner